Tvö rauð spjöld á skömmum tíma

Samúel Kári Friðjónsson varð bikarmeistari í dag.
Samúel Kári Friðjónsson varð bikarmeistari í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni víðsvegar um Evrópu. Samúel Kári Friðjónsson varð bikarmeistari og Jasmín Erla Ingadóttir skoraði. Þá fékk Guðlaugur Victor Pálsson rautt spjald og Mikael Anderson og félagar í Midtjylland styrktu stöðu sína á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. 

Hér fyrir neðan má sjá yfirferð íslensku knattspyrnumannanna erlendis í dag. 

NOREGUR

Bikarúrslitaleikurinn:
Viking - Haugesund 1:0
Samúel Kári Friðjónsson lék síðasta korterið með Viking sem tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri á þjóðarleikvanginum Ullevaal í Ósló. Axel Óskar Andrésson missti alveg af tímabilinu með Viking eftir að hafa slasast á hné í fyrstu umferðinni í mars.

KÝPUR

Apollon Limassol - Champions Ypsona 11:0
Jasmín Erla Ingadóttir lék allan leikinn með Apollon og skoraði eitt mark. Liðið er í toppsætinu með fullt hús stiga eftir 11 leiki. 

Jasmín Erla Ingadóttir skoraði í dag.
Jasmín Erla Ingadóttir skoraði í dag.

ÞÝSKALAND

Sand - Wolfsburg 0:4
Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg, sem er í toppsætinu með 34 stig eftir 12 leiki. 

Leverkusen - Essen 2:0
Sandra María Jessen var tekin af velli á 90 mínútu hjá Leverkusen, sem er í 9. sæti með 12 stig. 

B-deild:
Dynamo Dresden - Sandhausen 1:1
Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen, sem er í áttunda sæti deildarinnar með 22 stig eftir 16 leiki. 

Wehen - Darmstadt 0:0
Guðlaugur Victor Pálsson fékk beint rautt spjald á 76. mínútu hjá Darmstadt, sem er í 13. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 16 leiki. Guðlaugur Victor er kominn með tvö bein rauð  spjöld í fyrstu 16. umferðunum. 

Guðlaugur Victor Pálsson sá rautt spjald.
Guðlaugur Victor Pálsson sá rautt spjald. mbl.is/Eggert Jóhannesson

DANMÖRK

AGF - Lyngby 1:1
Jón Dagur Þorsteinsson tók út leikbann hjá AGF. Frederik Schram var varamarkmaður Lyngby. AGF er í 3. sæti deildarinnar með 33 stig og Lyngby í 9. sæti með 25 stig. 

SönderjyskE - Esbjerg 2:1
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með SönderjyskE en Ísak Óli Ólafsson var allan tímann á varamannabekknum. SönderjyskE er í 10. sæti með 22 stig. 

Bröndby - Midtjylland 1:2
Hjörtur Hermannsson kom inn á sem varamaður á 76 mínútu hjá Brøndby en fór af velli sjö mínútum síðar. Mikael Anderson lék fyrstu 76 mínúturnar með Midtjylland. Midtjylland er með 50 stig á toppnum eftir 19 leiki. Brøndby er í 4. sæti með 31 stig. 

Mikael Anderson er í toppsætinu í Danmörku.
Mikael Anderson er í toppsætinu í Danmörku. mbl.is/Kristinn Magnússon

RÚSSLAND

Sochi - Rubin Kazan 1:1
Viðar Örn Kjartansson var allan tímann á varamannabekk Rubin Kazan, sem er í 13. sæti með 19 stig eftir 19 leiki. 

Spartak Moskva - Rostov 1:4
Ragnar Sigurðsson lék ekki með Rostov vegna meiðsla, Björn Bergmann Sigurðarson lék síðustu 16 mínúturnar. Rostov er í 3. sæti deildarinnar með 34 stig. 

ENGLAND

Reading - Arsenal 0:3
Rakel Hönnudóttir lék ekki með Reading vegna meiðsla. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með 11 stig eftir 8 leiki. 

BÚLGARÍA

Levski Sofia - Vitosha Bistritsa 2:0
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Levski Sofia, sem er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig eftir 19 leiki. 

Hólmar Örn Eyjólfsson
Hólmar Örn Eyjólfsson Ljósmynd/Levski Sofia

GRIKKLAND

Asteras Tripolis - Larissa 1:1
Ögmundur Kristinsson stóð allan tímann á milli stanga Larissa. Liðið er í 5. sæti deildarinnar með 19 stig efir 13 leiki. 

FRAKKLAND

Nantes - Dijon 1:0
Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn í marki Dijon, sem er í 16. sæti af 20 liðum deildarinnar með 16 stig eftir 17 leiki. Þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliðinu í deildinni síðan í ágúst.

Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson AFP

BELGÍA

Eupen - Oostende 1:0
Ari Freyr Skúlason lék ekki með Oostende vegna meiðsla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert