Í eina sterkustu deild Bandaríkjanna

Kristín Dís Árnasdóttir mun spila með University og Tennesee.
Kristín Dís Árnasdóttir mun spila með University og Tennesee. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnukonan Kristín Dís Árnadóttir hefur skrifað undir skólastyrk við University of Tennessee í Bandaríkjunum. Skólinn spilar í SEC-deildinni, efstu deild NCAA, sem er ein sterkasta deildin í háskólaboltanum vestanhafs. 

Kristín, sem er tvítugur varnarmaður, hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár. Hún varð Íslandsmeistari í fyrra og hefur í tvígang orðið bikarmeistari. Kristín hefur leikið 57 leiki í efstu deild og skorað fjögur mörk. 

Þá á hún 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands og í þeim hefur hún skorað þrjú mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert