Stýrir Frökkum á HM í Katar

Didier Deschamps verður landsliðsþjálfari Frakka á HM.
Didier Deschamps verður landsliðsþjálfari Frakka á HM. AFP

Didier Deschamps skrifaði í dag undir nýjan samning við franska knattspyrnusambandið sem gildir til loka HM í Katar 2022. Deschamps var áður samningsbundinn til loka Evrópumótsins á næsta ári. 

Deschamps hefur verið farsæll í starfi sem landsliðsþjálfari karlaliðs þjóðarinnar og gerði það að heimsmeistara í Rússlandi síðasta sumar. Undir hans stjórn urðu Frakkar einnig í öðru sæti á EM í heimalandinu 2016. 

Frakkar unnu H-riðil okkar Íslendinga í undankeppni EM og var eina þjóðin til að vinna Ísland tvívegis í riðlakeppninni. Komist Ísland á lokamót EM, bíður annar leikur við Deschamps og lærisveina hans. 

Deschamps lék á sínum tíma 103 landsleiki fyrir Frakka og varð heimsmeistari 1998 og Evrópumeistari 2000. Hann hefur stýrt landsliðinu frá 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert