Hvaða lið verða í pottinum?

Liverpool tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í gærkvöldi.
Liverpool tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í gærkvöldi. AFP

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta er lokið, en lokaleikir hennar fóru fram í kvöld. Sextán lið eru komin áfram í útsláttarkeppnina en átta lið eru fallin niður í Evrópudeildina og átta lið til viðbótar eru úr leik í Evrópukeppni á leiktíðinni. 

Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar á mánudaginn kemur. Hér að neðan má sjá liðin sem verða í pottinum. 

Liðin í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar: PSG, Real Madríd, Bayern München, Tottenham, Manchester City, Atalanta, Juventus, Atlético Madríd, Liverpool, Napoli, Barcelona, Dortmund, Leipzig, Lyon, Valencia, Chelsea. 

Liðin sem fara í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar: Club Brugge, Olympiacos, Shakhtar Donetsk, Leverkusen, Salzburg, Inter, Benfica, Ajax.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert