Sextán lið eftir - hverjir geta mæst?

Evrópumeistarar Liverpool geta dregist gegn Real Madrid sem er í …
Evrópumeistarar Liverpool geta dregist gegn Real Madrid sem er í neðri styrkleikaflokknum í drættinum en vann Meistaradeildina í þrjú ár í röð á undan Liverpool. AFP

Eftir að riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lauk í gærkvöld liggur fyrir hvaða sextán lið fara í útsláttarkeppnina sem hefst í lok febrúar, og einnig hvaða lið geta mæst, en dregið verður á mánudaginn kemur.

Sigurliðin í riðlunum verða dregin gegn liðunum sem enduðu í öðru sæti en þó með þeim takmörkunum að lið frá sama landi verða ekki dregin saman og ekki heldur þau sem voru saman í riðli. 

Sigurliðin átta: París SG, Bayern München, Manchester City, Juventus, Liverpool, Barcelona, RB Leipzig og Valencia.

Liðin í öðru sæti: Real Madrid, Tottenham, Atalanta, Atlético Madrid, Napoli, Dortmund, Lyon og Chelsea.

Evrópumeistarar Liverpool geta því ekki dregist gegn Tottenham, Chelsea eða Napoli og gætu því mætt Real Madrid, Atalanta, Atlético Madrid, Dortmund eða Lyon.

Chelsea getur dregist gegn Barcelona, Bayern München, Juventus, RB Leipzig eða París SG.

Tottenham getur dregist gegn Barcelona, Juventus, París SG, RB Leipzig eða Valencia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert