Spennuleikur í Kaupmannahöfn og allt ræðst í kvöld

Lið FC København er efst í B-riðli fyrir leikinn gegn …
Lið FC København er efst í B-riðli fyrir leikinn gegn Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í Malmö í kvöld. AFP

Riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu lýkur í kvöld þegar lokaumferðin verður spiluð í öllum riðlum keppninnar.

Þar er einna mesta spennan í Kaupmannahöfn en FC København tekur á móti nágrönnum sínum í Malmö í hreinum úrslitaleik í B-riðli keppninnar þar sem liðin eru í tveimur efstu sætunum en Dynamo Kiev er skammt undan og kemst væntanlega  fram fyrir liðið sem tapar.

Staðan í riðlunum fyrir kvöldið er þessi:

A-riðill: Sevilla og APOEL Nikósía eru komin áfram.

B-riðill: FC København, Malmö og Dynamo Kiev berjast um tvö sæti.

C-riðill: Basel, Getafe og Krasnodar berjast um tvö sæti.

D-riðill: Sporting Lissabon og LASK Linz eru komin áfram.

E-riðill: Celtic er komið áfram, CFR Cluj og Lazio berjast um annað sætið.

F-riðill: Arsenal, Eintracht Frankfurt og Standard Liege berjast um tvö sæti.

G-riðill: Rangers, Porto og Young Boys berjast um tvö sæti.

H-riðill: Espanyol er komið áfram, Ludogorets og Ferencváros berjast um annað sætið.

I-riðill: Gent og Wolfsburg eru komin áfram.

J-riðill: Mönchengladbach, Roma og Istanbul Basaksehir berjast um tvö sæti.

K-riðill: Braga og Wolves eru komin áfram.

L-riðill: Manchester United og AZ Alkmaar eru komin áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert