Stórsigrar hjá Bayern og Dortmund

Philippe Coutinho skoraði tvö.
Philippe Coutinho skoraði tvö. AFP

Bayern München vann 6:1-stórsigur á Werder Bremen á heimavelli er liðin mættust í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Philippe Coutinho, Robert Lewandowski og Thomas Müller skoruðu allir tvennu fyrir Bayern. 

Það byrjaði ekki bærilega fyrir meistarana því Milot Rashica kom Werder Bremen yfir á 24. mínútu. Bayern svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé og það héldu Bæjurum engin bönd í seinni hálfleik. 

Dortmund átti ekki í miklum erfiðleikum með að leggja Mainz af velli á útivelli, 4:0. Marco Reus, Jadon Sancho, Thorgan Hazard og Nico Shulz skoruðu mörk Dortmund. 

Toppbaráttan í þýsku deildinni er æsispennandi, en Dortmund er í þriðja sæti deildarinnar með 29 stig og Bayern í sætinu fyrir neðan með 27 stig.

Borussia Mönchengladbach er í toppsætinu með 31 stig og Leipzig í öðru sæti með 30 stig, en Mönchengladbach og Leipzig eiga leiki til góða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert