Raðar inn mörkunum á Kýpur - Hvað gerðu Íslendingarnir í dag?

Jasmín Erla Ingadóttir er að gera góða hluti á Kýpur.
Jasmín Erla Ingadóttir er að gera góða hluti á Kýpur.

Íslenskt knattspyrnufólk var í eldlínunni víðsvegar um Evrópu í dag. Jasmín Erla Ingadóttir raðar inn mörkunum á Kýpur og Jón Dagur Þorsteinsson skoraði í Íslendingaslag. Hér að neðan má sjá hvað íslenskir atvinnumenn í fótbolta gerðu með liðum sínum í dag. 

ENGLAND

Manchester United - Everton 1:1
Gylfi Þór Sigurðsson lék ekki með Everton vegna veikinda. Liðið er í 16. sæti með 18 stig eftir 17 leiki. 

DANMÖRK

Horsens - SönderjyskE 2:1
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með SönderjyskE en Ísak Óli Ólafsson sat á varamannabekknum. Liðið er í 11. sæti með 22 stig eftir 20 leiki. 

Lyngby - Silkeborg 1:0
Frederik Schram var allan tímann á bekknum hjá Lyngby, sem er í 8. sæti deildarinnar með 28 stig eftir 20 leiki. 

Bröndby - Hobro 1:1
Hjörtur Hermannsson var ekki í leikmannahópi Bröndby. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 32 stig eftir 20 leiki. 

Midtjylland - AGF 1:3
Mikael Anderson lék allan leikinn með Midjylland og Jón Dagur Þorsteinsson fyrstu 70 með AGF og skoraði hann annað mark liðsins. Midtjylland er í toppsætinu með 50 stig og AGF í 3. sæti með 36 stig. 

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði í Íslendingaslag.
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði í Íslendingaslag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

BÚLGARÍA

Lokomotiv Plodiv - Levski Sofia 0:0
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Levski Sofia. Liðið er í 2. sæti með 43 stig eftir 20 leiki.  

Hólmar Örn Eyjólfsson var í eldlínunni í Búlgaríu.
Hólmar Örn Eyjólfsson var í eldlínunni í Búlgaríu. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÞÝSKALAND

Freiburg - Leverkusen 1:1
Sandra María Jessen lék allan leikinn með Leverkusen, sem er í 9. sæti með 13 stig eftir 13 leiki. 

Sandra María Jessen
Sandra María Jessen

B-deild:
Sandhausen - Hamburger SV 1:1
Rúrik Gíslason var allan tímann á varamannabekk Sandhausen en hann kom aftur inn í hópinn eftir að hafa misst úr leiki vegna veikinda. Liðið er í 9. sæti með 23 stig eftir 17 leiki. 

GRIKKLAND

Larissa - Atromitos 1:2
Ögmundur Kristinsson lék allan leikinn í marki Larissa, sem er í 6. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 14 leiki. 

Panetolikos - PAOK 0:3
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK, sem er í 2. sæti og taplaust með 34 stig, eins og topplið Olympiacos. 

Sverrir Ingi Ingason hélt hreinu.
Sverrir Ingi Ingason hélt hreinu. AFP

TYRKLAND

B-deild:
Balikesirspor - Akhisarspor 0:0
Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn með Akhisarspor, sem er í 3. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 15 leiki. 

PORTÚGAL

Braga - SL Benfica 0:2
Cloé Lacasse lék allan leikinn með Benfica, sem er í toppsætinu með fullt hús stiga eftir 11 leiki. 

SPÁNN

B-deild:
Real Oviedo - Cadiz 0:2
Diego Jóhannesson var ekki í leikmannahópi Oviedo. Liðið er í 17. sæti með 21 stig eftir 20 leiki. 

HOLLAND

AZ Alkmaar - Ajax 1:0
Albert Guðmundsson lék ekki með AZ vegna meiðsla. Liðin eru bæði með 41 stig í tveimur efstu sætunum. 

PÓLLAND

Jagiellonia - Lechia Gdansk 3:0
Böðvar Böðvarsson var allan tímann á bekknum hjá Jagiellonia sem er í 8. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 19 leiki. 

KÝPUR

Lefkothea - Apollon Limassol 0:10
Jasmín Erla Ingadóttir lék allan leikinn með Apollon og skoraði eitt mark. Liðið er í toppsætinu með fullt hús stiga eftir 12 leiki. Jasmín hefur skorað 6 mörk á leiktíðinni. 

BELGÍA

Oostende - Gent 2:1
Ari Freyr Skúlason var ekki í leikmannahópi Oostende vegna meiðsla en liðið er í 13. sæti með 18 stig eftir 19 leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert