Arnór til Þýskalands í Evrópudeildinni - United til Belgíu

Manchester United vann sinn riðil í Evrópudeildinni á sannfærandi hátt.
Manchester United vann sinn riðil í Evrópudeildinni á sannfærandi hátt. AFP

Arnór Ingvi Traustason og samherjar í Malmö frá Svíþjóð drógust rétt í þessu gegn Wolfsburg frá Þýskalandi í 32ja liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sem verða leikin 20. og 27. febrúar.

AZ Alkmaar frá Hollandi, lið Alberts Guðmundssonar, mætir LASK Linz frá Austurríki. 

Manchester United mætir Club Brugge frá Belgíu, Arsenal mætir Olympiacos frá Grikklandi og Wolves mætir Espanyol frá Spáni en drátturinn í heild fór þannig:

Wolves - Espanyol
Sporting Lissabon - Istanbúl Basaksehir
Getafe - Ajax
Leverkusen - Porto
FC Köbenhavn - Celtic
APOEL Nikósía - Basel
CFR Cluj - Sevilla
Olympiacos - Arsenal
AZ Alkmaar - LASK Linz
Club Brugge - Manchester United
Ludogorets - Inter Mílanó
Eintracht Frankfurt - Salzburg
Shakhtar Donetsk - Benfica
Wolfsburg - Malmö
Roma - Gent
Rangers - Braga

Fylgst var með drættinum í  beinni textalýsingu hér á mbl.is:

Dregið í Evrópudeildinni opna loka
kl. 12:28 Textalýsing Rangers frá Skotlandi mætir Braga frá Portúgal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert