Englandsmeistarnir fara á Santiago Bernabéu

Liverpool er ríkjandi Evrópumeistari og fær seinni leikinn á heimavelli …
Liverpool er ríkjandi Evrópumeistari og fær seinni leikinn á heimavelli eins og önnur lið sem unnu sína riðla. AFP

Evrópumeistarar Liverpool mæta Atlético Madrid og Englandsmeistarar Manchester City mæta Real Madrid í tveimur af áhugaverðustu viðureignunum í sextán liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta en dregið var til þeirra rétt í þessu.

Þessi lið drógust saman:

Dortmund - París SG
Real Madrid - Manchester City
Atalanta - Valencia
Atlético Madrid - Liverpool
Chelsea - Bayern München
Lyon - Juventus
Tottenham - RB Leipzig
Napoli - Barcelona

Sextán lið eru eftir í keppninni en tvö efstu liðin í hverjum riðli komust áfram. Riðlakeppninni lauk síðasta miðvikudag en leikið er í 16-liða úrslitum í febrúar og mars.

Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu hér á mbl.is:

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Meistaradeildin - dregið opna loka
kl. 11:20 Textalýsing Þar með liggur þetta allt saman fyrir. Líklega stendur uppúr viðureign Real Madrid og Manchester City. Afar áhugaverður slagur þar á ferð.
mbl.is