Frederik er á förum um áramót

Frederik Schram á æfingu landsliðsins í Rússlandi sumarið 2018.
Frederik Schram á æfingu landsliðsins í Rússlandi sumarið 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frederik Schram, einn af markvörðum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er á förum frá danska félaginu SønderjyskE þegar samningur hans rennur út um áramótin.

SønderjyskE tilkynnti í dag að þrír leikmenn myndu yfirgefa félagið við samningslok í lok ársins og Frederik er einn þeirra. Hann kom til félagsins síðasta sumar frá Roskilde en hefur verið í láni hjá Lyngby, sem einnig leikur í úrvalsdeildinni, frá því í ágúst. Þar hefur Frederik verið í hlutverki varamarkvarðar og ekki komið við sögu í leik í deildinni til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert