Svikahrappurinn stakk lögregluna af

Bernio Verhagen með treyju Viborg eftir að hann samdi við …
Bernio Verhagen með treyju Viborg eftir að hann samdi við félagið. Ljósmynd/Viborg

Hollendingurinn Bernio Verhagen, sem komst í fréttirnar fyrir skömmu eftir að hafa svindlað sig inn á samning hjá danska knattspyrnufélaginu Viborg, slapp úr haldi dönsku lögreglunnar í dag.

Lögregluyfirvöld á Mið- og Vestur-Jótlandi upplýstu á Twitter að Verhagen hefði stungið af þegar verið var að flytja hann til í Holstebro á Jótlandi. Lýst var eftir honum og fólk beðið um að hafa augun hjá sér.

Verhagen var handtekinn 27. nóvember vegna gruns um rán, nauðgun og frelsissviptingu en hann hefur á þessu ári verið í röðum fjögurra félaga víðs vegar um heim án þess að spila einn einasta leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert