Starfsumhverfi afreksíþróttanna þungt

Mér finnst gaman að heimsækja aðildarfélög úti á landi og …
Mér finnst gaman að heimsækja aðildarfélög úti á landi og finna hvað fótboltinn skiptir oft miklu máli þar, segir Guðni Bergsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir starfsumhverfi afreksíþrótta strembið, nú þegar fyrirtæki eru að minnka stuðning við íþróttir auk þess sem launakostnaður leikmanna sé mögulega hærri en æskilegt er.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag ítrekar Guðni mikilvægi þess að rekstrarumhverfi knattspyrnufélaga sé heilbrigt. Víða sé barna- og unglingastarfið rekið sérstaklega með æfingagjöldum iðkenda ásamt frístundastyrkjum sveitarfélaga og utanaðkomandi stuðningi eftir atvikum.

„Við verðum að vinna saman að því að rekstur félaga verði sjálfbær og starfsumhverfið heilbrigt. Við megum ekki gleyma því að fótboltinn skilar miklu til samfélagsins,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert