Viðar Örn á förum frá Rússlandi?

Viðar Örn Kjartansson í leik með Rubin Kazan
Viðar Örn Kjartansson í leik með Rubin Kazan Ljósmynd/Rubin Kazan

Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti verið á förum frá Rússlandi í þessum mánuði. Þar er hann samningsbundinn Rostov en leikur þetta tímabil með Rubin Kazan sem lánsmaður.

Bæði liðin eru í rússnesku úrvalsdeildinni, Rostov er í toppbaráttu en Rubin Kazan í harðri fallbaráttu þar sem liðið situr í þrettánda sæti af sextán liðum og hefur aðeins skorað ellefu mörk í nítján leikjum á tímabilinu.

Viðar sagði við Morgunblaðið í gær að staðan væri dálítið flókin hjá sér en staðfesti að áhugi væri fyrir hendi frá félögum í Tyrklandi, Svíþjóð og fleiri löndum. Það væri ekkert leyndarmál að fótboltinn í Rússlandi hentaði sér ekki vel og hann langaði til að komast í lið sem væri í toppbaráttu og spilaði sóknarfótbolta.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru Malmö og Hammarby, félögin sem Viðar hefur leikið með í Svíþjóð við góðan orðstír, á meðal þeirra sem vilja fá hann í sínar raðir. Viðar skoraði 14 mörk í 20 leikjum með Malmö árið 2016 og varð sænskur meistari og næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar enda þótt hann væri seldur til Maccabi Tel Aviv þegar tíu umferðum var enn ólokið.

Á fyrri hluta síðasta árs gerði hann 7 mörk í 15 leikjum með Hammarby en þangað var hann lánaður í hálft ár. Viðar var seldur frá Maccabi Tel Aviv til Rostov í ágúst 2018 en fékk aldrei tækifæri í byrjunarliðinu og hefur verið lánsmaður hjá áðurnefndum félögum síðustu tíu mánuðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »