Stjóri Barcelona að missa vinnuna

Ernesto Valverde er að missa vinnuna.
Ernesto Valverde er að missa vinnuna. AFP

Forráðamenn spænska knattspyrnufélagsins Barcelona hafa tjáð Ernesto Valverde að hann verði ekki lengur með liðið eftir tvö og hálft tímabil í starfi.

Brottrekstur Valverde hefur ekki verið staðfestur en samkvæmt spænskum miðlum verður það gert í vikunni. Samningur Valverde átti að gilda út tímabilið. 

Æðstu menn hjá Barcelona eru ekki sáttir eftir 2:3-tap fyrir Atlético Madríd í undanúrslitum um Meistarabikarinn í síðustu viku, en Barcelona hefur orðið spænskur meistari tvö ár í röð undir stjórn Valverde. Hjá Barcelona vilja menn hins vegar meira. 

Barcelona hefur þegar haft samband við Xavi, goðsögn hjá félaginu, en hann hafnaði tilboði félagsins um að verða næsti stjóri liðsins. Mauricio Pochettino, fyrrverandi knattspyrnustjóri Tottenham, hefur verið orðaður við starfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert