Markadrottningin í eitt stærsta félag Evrópu

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir stórliðs Juventus.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir stórliðs Juventus. mbl.is/Kristinn Magnússon

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur gert lánssamning við stórliðið AC Mílan á Ítalíu.

Berg­lind Björg mun klára tíma­bilið með AC Mil­an og snúa aft­ur til Íslands um miðjan maí. Hún mun því missa af fyrstu tveim­ur leikj­um tíma­bils­ins með Breiðabliki, gegn FH og Sel­fossi, en þessi 27 ára gamli fram­herji varð marka­hæsti leikmaður úr­vals­deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð með 16 mörk í sautján leikj­um.

Alls hefur hún skorað 125 mörk í 181 leik í efstu deild. Þá hefur hún skorað fjögur mörk í 44 landsleikjum. 

Berg­lind þekk­ir ít­ölsku A-deild­ina ágæt­lega eft­ir að hafa spilað átta leiki með Verona árið 2017. Sú dvöl reynd­ist hins veg­ar hálf­gerð mar­tröð á end­an­um þar sem ekki var staðið við gerða samn­inga. Berg­lind fór einnig á láni á síðustu leiktíð þegar hún samdi við hol­lenska úr­vals­deild­arliðið PSV og sneri hún þá aft­ur til Íslands fyr­ir tíma­bilið hér heima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert