Elías var í aðalhlutverki hjá Excelsior

Elías Már Ómarsson fagnar marki í leik með Excelsior.
Elías Már Ómarsson fagnar marki í leik með Excelsior. Ljósmynd/Excelsior

Elías Már Ómarsson var í aðalhlutverki hjá hollenska liðinu Excelsior frá Rotterdam í gærkvöld þegar það gerði jafntefli, 3:3, við Telstar á heimavelli í B-deildinni í knattspyrnu þar í landi.

Elías, sem lék allan leikinn, skoraði tvö mörk með níu mínútna millibili í byrjun síðari hálfleiks þar sem hann jafnaði fyrst metin og kom síðan Excelsior í 2:1. Þrjú mörk litu dagsins ljós á næstu 15 mínútum og þar við sat.

Excelsior er í sjötta sæti deildarinnar með 36 stig eftir 22 leiki en liðin í sætum þrjú til átta fara öll í umspil í vor. Liðið féll úr úrvalsdeildinni síðasta vor. Elías Már hefur spilað 21 leik af 22 til þessa í vetur og skorað fimm mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert