Balotelli snöggur að fá rautt í fyrsta leik Birkis

Birkir Bjarnason lék sinn fyrsta leik fyrir Brescia.
Birkir Bjarnason lék sinn fyrsta leik fyrir Brescia. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birkir Bjarnason lék í dag sinn fyrsta leik fyrir Brescia í ítölsku A-deildinni í fótbolta er liðið gerði 2:2-jafntefli við Cagliari á heimavelli. 

Birkir byrjaði á varamannabekknum en lék allan seinni hálfleikinn. Mario Balotelli leikur einnig með Brescia og eins og stundum áður vakti hann mikla athygli fyrir misgáfulegar ákvarðanir. 

Balotelli kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og fékk gult spjald á 81. mínútu. Balotelli mótmælti dómnum með þeim afleiðingum að hann fékk beint rautt spjald strax í kjölfarið. Brescia er í 18. sæti, einu stigi frá öruggu sæti. 

Inter missteig sig gegn Lecce á útivelli. Alessandro Bastoni kom Inter yfir á 71. mínútu en Marco Mancosu jafnaði á 77. mínútu og þar við sat, 1:1. Inter er með 47 stig, einu stigi minna en topplið Juventus, sem á leik til góða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert