Nýliðarnir næla sér í framherja

Mbwana Samatta er orðinn leikmaður Aston Villa.
Mbwana Samatta er orðinn leikmaður Aston Villa. Ljósmynd/Aston Villa

Nýliðar Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa fest kaup á framherjanum Mbwana Samatta frá Genk í Belgíu. Skrifar hann undir fjögurra og hálfs árs samning við enska félagið. 

Samatta hefur skorað 43 mörk í 98 leikjum í A-deild Belgíu. Villa lagði mikla áherslu á að kaupa nýjan framherja í janúar þar sem Wesley meiddist á dögunum og verður ekki meira með á leiktíðinni. 

Sóknarmaðurinn verður ekki löglegur með Aston Villa er liðið mætir Watford annað kvöld og ekki þegar Villa mætir Leicester í síðari leik liðanna í undanúrslit deildabikarsins á þriðjudag eftir viku. 

Hann verður hins vegar löglegur og klár í slaginn er Villa heimsækir Bournemouth 1. febrúar. Samatta skoraði mark Genk í 1:2-tapi fyrir Liverpool á Anfield í Meistaradeildinni fyrir áramót. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert