Real kaupir brasilískan táning

Reinier, fyrir miðju, fagnar með Flamengo.
Reinier, fyrir miðju, fagnar með Flamengo. AFP

Spænska knattspyrnufélagið Real Madríd keypti í dag hinn 18 ára gamla Reinier frá Flamengo í Brasilíu. Táningurinn skrifar undir sex ára samning við Real. Kaupverðið er um 30 milljónir evra. 

Framherjinn ungi byrjar að æfa og spila með varaliði Real eftir að hann leikur landsleiki með U23 ára landsliði Brasilíu í byrjun febrúar. 

Reiner hefur skorað sex mörk í fjórtán leikjum fyrir Flamengo í efstu deild Brasilíu. Þá hefur hann leikið með yngri landsliðum þjóðarinnar og m.a. skorað fimm mörk í tíu leikjum með U17. 

mbl.is