Á leiðinni í læknisskoðun á Kýpur

Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn Berg­mann Sig­urðar­son, at­vinnumaður í knatt­spyrnu, fer í læknisskoðun hjá kýp­verska fé­laginu APOEL í dag en þetta kem­ur fram á kýpverska miðlinum Politis. Björn kem­ur til fé­lags­ins frá rúss­neska úr­vals­deild­arliðinu Rostov þar sem hann hef­ur ekki átt fast sæti í byrj­un­arliðinu á þess­ari leiktíð.

APOEL hef­ur nú þegar náð sam­komu­lagi við Rostov um leik­mann­inn. Þessi 28 ára gamli Skagamaður hef­ur verið at­vinnumaður frá ár­inu 2009 þegar hann gekk til liðs við norska úr­vals­deild­arliðið Lillestrøm frá ÍA.

Þá hef­ur Björn einnig leikið með Wol­ves, Molde, FC Kaup­manna­höfn og Rostov á sín­um at­vinnu­manns­ferli en hann á að baki 17 lands­leiki fyr­ir A-landsliðið þar sem hann hef­ur skorað eitt mark.

APOEL er í fjórða sæti kýp­versku 1. deild­ar­inn­ar með 28 stig eft­ir fyrstu fimmtán leiki sína en fé­lagið er og sig­ur­sæl­asta lið Kýp­ur með 28 deild­ar­titla. Þá er liðið komið í 32ja liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem það mætir Basel frá Sviss í febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert