Mikil læti er Inter missteig sig

Lautaro Martinez missti stjórn á skapi sínu í lokin.
Lautaro Martinez missti stjórn á skapi sínu í lokin. AFP

Inter missteig sig í toppbaráttunni í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag er liðið fékk Cagliari í heimsókn. Lokatölur urðu 1:1. 

Lautari Martínez kom Inter yfir á 29. mínútu eftir stoðsendingu frá Ashley Young. Enski leikmaðurinn var að spila sinn fyrsta leik fyrir Inter, en hann gekk í raðir félagsins frá Manchester United fyrir helgi. 

Radja Nainggolan jafnaði fyrir Cagliari á 78. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki. Mikil rekistefna átti sér stað í blálokin með þeim afleiðingum að Lautaro Martínez og Tommaso Berni, leikmenn Inter, fengu báðir rautt spjald fyrir mótmæli.  

Inter er í öðru sæti deildarinnar með 48 stig, þremur stigum minna en Juventus, sem á leik til góða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert