Mikið áfall fyrir Wolfsburg að missa Söru

Sara Björk Gunnarsdóttir í úrslitaleik Wolfsburg og Lyon í Meistaradeild …
Sara Björk Gunnarsdóttir í úrslitaleik Wolfsburg og Lyon í Meistaradeild Evrópu 2018. AFP

Jasmina Schweimler, þýsk íþróttafréttakona sem fjallar mikið um meistaralið Wolfsburg í þýska fótboltanum og skrifar fyrir íþróttamiðilinn The Athletic, segir að það verði mikið áfall fyrir Þýskalandsmeistarana að missa Söru Björk Gunnarsdóttur eftir þetta tímabil.

„Sara Björk Gunnarsdóttir er einn allra besti varnarmiðjumaður í heiminum í dag og Wolfsburg mun sakna framlags hennar gríðarlega. Hún er líka geysisterkur persónuleiki með alla þá hæfileika sem þarf til að taka þátt í bæði varnarleik og sóknarleik. Þetta verður mesti skaðinn fyrir Wolfsburg (og ég er leið yfir þessu),“ skrifaði Schweimler á Twitter í dag.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert