Krísufundur hjá Barcelona

Lionel Messi var ekki sáttur við ummæli Eric Abidal.
Lionel Messi var ekki sáttur við ummæli Eric Abidal. AFP

Josep Bartomeu, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, hefur kallað Eric Abidal, yfirmann íþróttamála hjá félaginu, á fund eftir rifrildi við Lionel Messi í spænskum fjölmiðlum. Abidal gagnrýndi leikmenn Barcelona opinberlega, eitthvað sem Messi var ekki sáttur við. 

Abidal sagði í viðtali við Sport á Spáni að leikmenn Barcelona væru ekki að leggja sig nægilega mikið fram og í kjölfarið svaraði Messi honum á samfélagsmiðlum. Bað Argentínumaðurinn hann m.a. um að nefna nöfn. 

„Ef þú ert að gagnrýna leikmenn ættir þú að nefna nöfn, annars ertu að láta alla líta illa út og dreifa orðrómum sem eru ekki sannir,“ skrifaði Messi meðal annars á Instagram. 

Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Abidal, sem lék með Barcelona frá 2007 til 2013, gæti misst vinnuna vegna rifrildisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert