Allir meira og minna til sölu

Hjörtur Hermannsson í leik Íslands og Tyrklands síðasta sumar. Hann …
Hjörtur Hermannsson í leik Íslands og Tyrklands síðasta sumar. Hann á fjórtán A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjörtur Hermannsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið frá æfingum og keppni vegna meiðsla í tvo mánuði og ekkert getað spilað með danska liðinu Bröndby að undanförnu en það hefur verið að búa sig undir seinni hluta keppnistímabilsins í Danmörku sem hefst eftir rúma viku, að vetrarfríinu loknu.

Hjörtur tognaði aftan í læri í næstsíðasta leik ársins 2019, gegn Midtjylland 8. desember, og missti af lokaleiknum fyrir jól. Bröndby hefur verið á Spáni að undanförnu og lék þar þrjá æfingaleiki, þann síðasta í gær, en miðvörðurinn kom ekkert við sögu í þeim vegna meiðslanna.

„Ég fer að komast á ról bráðlega og er á lokasprettinum í endurhæfingunni. Markmiðið er að ég verði kominn á fullt á æfingum í næstu viku og ég verð mögulega leikhæfur þegar við mætum OB í fyrsta leiknum eftir fríið 16. febrúar. Mér finnst þó líklegra að ég komi inn í næsta leik eftir það, jafnvel þarnæsta,“ segir Hjörtur í Morgunblaðinu í dag, en hann hefur horft á félaga sína spila gegn Norrköping, Astana og Slavia Prag í æfingaferðinni.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert