Aron og Heimir í undanúrslit

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi.
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Hallgrímsson stýrði í dag Aroni Einari Gunnarssyni og liðsfélögum hans í Al-Arabi til sigurs gegn Al-Wakrah í átta liða úrslitum katarska deildabikarsins í fótbolta 1:0. Er Al-Arabi því komið í undanúrslit keppninnar. 

Aron Einar lék allan leikinn á miðjunni hjá Al-Arabi. Gott gengi liðsins í deildabikarnum er kærkomið, þar sem illa hefur gengið í deildinni. Þar er liðið í fimmta sæti með 19 stig eftir 14 leiki. 

Hefur Al-Arabi aðeins unnið einn leik í síðustu níu deildarleikjum. Næsti leikur liðsins er gegn Al-Shahania næstkomandi miðvikudag, en liðið er í botnsæti deildarinnar með aðeins átta stig. 

mbl.is