Íslenskur markvörður í Napoli

Selma Líf Hlífarsdóttir er komin til Napoli á Ítalíu.
Selma Líf Hlífarsdóttir er komin til Napoli á Ítalíu. Ljósmynd/Napoli

Ítalska knattspyrnufélagið Napoli hefur gengið frá samningi við markvörðinn Selmu Líf Hlífarsdóttur. Selma lék síðast með Haukum, en hefur einnig leikið með Aftureldingu/Fram og Breiðabliki. 

Selma á einn leik að baki í efstu deild, sex leiki í B-deild og sjö leiki í C-deild. Þá hefur hún leikið fjóra leiki með U17 og U16 landsliðum Íslands. 

Napoli er með tveggja stiga forskot á toppi ítölsku B-deildarinnar þegar níu leikir eru eftir og möguleikarnir á að liðið fari upp um deild góðir. 

mbl.is