Landsliðsmarkvörður gæti fært sig um set

Ögmundur Kristinsson í landsleik.
Ögmundur Kristinsson í landsleik. AFP

Ögmundur Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, var orðaður við gríska félagið AEK í grískum fjölmiðlum í dag. Ögmundur hefur varið mark Larissa í grísku úrvalsdeildinni síðan 2018 og hefur góð frammistaða hans vakið athygli annarra félaga.

Fréttir þess efnis að Ögmundur hafi gert þriggja ára samning við Larissa undir lok síðasta árs eru ekki réttar að sögn Kitenimerosi og Pagenews í Grikklandi og verður Ögmundur því samningslaus eftir leiktíðina.

Ögmundur, sem er uppalinn hjá Fram, hefur leikið með Randers í Danmörku, Hammarby í Svíþjóð, Excelsior í Hollandi og loks Larissa í Grikklandi. Hann á að baki 15 A-landsleiki. 

mbl.is