City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni

Manchester City spilar ekki í Meistaradeildinni á næstu tveimur tímabilum.
Manchester City spilar ekki í Meistaradeildinni á næstu tveimur tímabilum. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City má ekki leika í Meistaradeild Evrópu á næstu tveimur árum vegna brota á fjárhagsreglum UEFA. Þá var félagið sektað um 30 milljónir evra. 

Guardian greinir frá því að enska félagið hafi gefið UEFA rangar upplýsingar varðandi styrktaraðila, en Der Spiegel í Þýskalandi komst fyrst fjölmiðla að brotum Manchester-félagsins. 

Samkvæmt úrskurðinum lugu forráðamenn City til um að 67,5 milljónir punda sem eigandinn Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan setti í félagið hafi verið auglýsingatekjur. Sömu sögu er að segja um aðrar átta milljónir punda árið 2015. 

Manchester City hefur ávallt neitað sök í málinu og mun enska félagið að öllum líkindum áfrýja úrskurðinum til Alþjóðaíþrótta­dóm­stóls­ins, CAS. 

mbl.is