Victor í úrvalsliðinu í fjórða skipti

Guðlaugur Victor Pálsson er lykilmaður hjá Darmstadt.
Guðlaugur Victor Pálsson er lykilmaður hjá Darmstadt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Victor Pálsson landsliðsmaður í knattspyrnu er í úrvalsliði umferðarinnar í þýsku B-deildinni hjá Kicker í fjórða sinn á þessu keppnistímabili.

Victor átti góðan leik á miðjunni í gær þegar lið hans Darmstadt sigraði Rúrik Gíslason og samherja hans í Sandhausen, 1:0, á heimavelli og er eini leikmaður Darmstadt í ellefu manna úrvalsliðinu. Kicker setur Victor í flokk með bestu varnartengiliðum deildarinnar á þessu keppnistímabili í sérstakri samantekt um heildarframmistöðu leikmanna á tímabilinu.

Darmstadt komst með sigrinum upp í níunda sæti deildarinnar og hafði sætaskipti við Sandhausen sem seig niður í ellefta sætið. Bæði Íslendingaliðin virðast ætla að sigla lygnan sjó um deildina miðja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert