Barcelona vill danskan landsliðsmann

Martin Braithwaite í leik með Leganés.
Martin Braithwaite í leik með Leganés. AFP

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur áhuga á að fá danska framherjann Martin Braithwaite til félagsins eftir að því mistókst að fá William José frá Real Sociedad. 

Barcelona fékk sérstakt leyfi til að kaupa framherja innan Spánar, þar sem Luis Suárez og Ousmane Dembélé eru að glíma við meiðsli. Braithwaite er fáanlegur á 15 milljónir evra, en hann leikur með Leganés sem er í 19. sæti spænsku 1. deildarinnar og í harðri fallbaráttu. 

Braithwaite mætti bara spila í spænsku deildinni, þar sem Barcelona hefur þegar skilað inn leikmannalista fyrir Meistaradeildina. Danski framherjinn lék með enska liðinu Middlesbrough en skoraði aðeins níu mörk í 36 leikjum í ensku B-deildinni. 

Daninn hefur skorað sex mörk í 19 leikjum með Leganés á tímabilinu og sjö mörk í 39 landsleikjum með Dönum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert