Dortmund kaupir landsliðsmanninn

Emre Can er orðinn leikmaður Dortmund.
Emre Can er orðinn leikmaður Dortmund. AFP

Þýska knattspyrnufélagið Borussia Dortmund keypti í dag þýska miðjumanninn Emre Can frá Juventus. Can kom til Dortmund á lánssamningi í janúar, en þýska félagið hefur nú fest kaup á honum á 25 milljónir evra. Can lék með Liverpool áður en hann fór til Juventus.

Can hefur farið vel af stað með Dortmund eftir áramót og skoraði hann glæsilegt mark í sínum fyrsta leik gegn sínu gamla liði í Bayer Leverkusen. Hann hefur einnig spilað með Bayern München í heimalandinu. 

Can skoraði fjög­ur mörk í 45 leikj­um með Ju­vent­us, en hann byrjaði aðeins tvo deild­ar­leiki á tíma­bil­inu. Miðjumaður­inn hef­ur skorað eitt mark í 25 lands­leikj­um með Þýskalandi. 

mbl.is