Liverpool tapaði á Spáni - Norska undrabarnið sá um PSG

Saul Niguez skorar fyrsta mark leiksins.
Saul Niguez skorar fyrsta mark leiksins. AFP

Atlético Madríd fer með naumt 1:0-forskot í seinni leikinn sinn gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir fyrri leikinn í kvöld. Saúl Niguez skoraði sigurmark Atlético strax á fjórðu mínútu. 

Eftir markið var Liverpool sterkari aðilinn, en illa gekk að skapa færi gegn gríðarlega sterkri vörn Atlético og Jan Oblak hafði lítið að gera í markinu. Hinum megin tók Atlético nokkrum sinnum að skapa usla í hættulegum skyndisóknum. 

Mo Salah fékk besta færi Liverpool en hann skaut í varnarmann er hann fékk frítt skot í teignum. Atlético fékk fín færi til að skora annað markið sitt. Álvaro Morata fékk það besta en Alisson gerði vel í að verja frá honum einn gegn einum. 

Í þýskalandi fagnaði Borussia Dortmund 2:1-sigri á PSG. Erling Braut Håland kom Dortmund yfir á 69. mínútu en Neymar jafnaði á 75. mínútuHåland var hins vegar hetja Dortmund, því hann skoraði sigurmarkið á 77. mínútu. 

Síðari leikir liðanna fara fram 11. mars. 

Erling Braut Håland fagnar með liðsfélögum sínum í kvöld.
Erling Braut Håland fagnar með liðsfélögum sínum í kvöld. AFP
Atlético Madrid 1:0 Liverpool opna loka
90. mín. Það verða fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is