Fær Sverrir íslenskan liðsfélaga?

Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson. AFP

Landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson mun semja við Grikklandsmeistara PAOK í sumar samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Ögmundur hefur spilað vel með Larissa í Grikklandi síðustu tvö tímabil, en hann verður samningslaus í sumar og getur því farið frítt frá félaginu.

PAOK er sem stendur í öðru sæti grísku deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Olympiacos. Sverrir Ingi Ingason hefur leikið mjög vel með PAOK á þessari leiktíð. Ögmundur var orðaður við lið eins og AEK á dögunum, en nú virðist sem PAOK sé að vinna kapphlaupið. 

Hinn þrítugi Ögmundur hefur leikið 15 A-landsleiki, sá síðasti kom í Katar árið 2017. Hann er uppalinn hjá Fram en hann hefur einnig leikið með Hammarby, Randers og Excelsior. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert