Hefur enn ekki misst úr deildarleik í Grikklandi

Ögmundur Kristinsson í landsleik. Hann á að baki 15 leiki …
Ögmundur Kristinsson í landsleik. Hann á að baki 15 leiki fyrir Íslands hönd. AFP

„Persónulega hefur gengið mjög vel hjá mér þessi tæpu tvö ár sem ég hef verið hérna. Ég hef því ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Ögmundur Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, um lífið og spilamennskuna í Grikklandi.

Ögmundur er á sínu öðru tímabili í Grikklandi en hafði áður leikið í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Til tíðinda telst ef Ögmundur missir úr leik í seinni tíð en hann hefur leikið alla deildarleiki sinna liða síðan í apríl 2018. Hann hefur ekki misst úr deildarleik í Grikklandi og er fyrir vikið næstleikjahæsti Íslendingurinn í efstu deild Grikklands frá upphafi. Þar hefur einungis Arnar Grétarsson vinninginn með 67 leiki.

Sjálfur gerir Ögmundur ekki of mikið úr þessu og segir heppni spila inn í. „Jú jú, maður reynir nú að passa upp á sig enda er það hluti af vinnunni en maður hefur verið heppinn. Meiðsli gera ekki alltaf boð á undan sér og menn geta verið misheppnir í þeim efnum. Ég hef verið heppinn undanfarið og reyni að halda því þannig.“

Larissa er sem stendur í 11. sæti af fjórtán liðum í grísku deildinni með 26 stig eftir 24 umferðir. „Deildin er ansi njöfn og sérstaklega er miðjumoðið mjög jafnt. Nú eru tveir leikir eftir í deildakeppninni eða áður en úrslitakeppnin byrjar. Við þurfum að sjá hvað gerist ef okkur tekst að vinna síðustu tvo leikina. Þá kemur í ljós hvort okkur tekst að hanga í efri hlutanum.“

Samningur Ögmundar rennur út í sumar og forráðamenn Larissa hafa tekið upp viðræður við markvörðinn um framhaldið.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »