Spretturinn hjá norska stráknum - myndskeið

Erling Braut Haaland á fullri ferð í leiknum gegn París …
Erling Braut Haaland á fullri ferð í leiknum gegn París SG. AFP

Svakalegur sprettur sem norska ungstirnið Erling Braut Haaland tók yfir endilangan völlinn í gærkvöld í leik Dortmund og París SG í Meistaradeildinni í fótbolta hefur vakið mikla athygli.

Hann skallaði þá boltann frá eigin marki og fylgdi því eftir með því að skeiða á undraverðum hraða inn í vítateig andstæðinganna.

Usain Bolt, Forrest Gump og fleiri koma við sögu í myndskeiði sem nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum þessa stundina og sjón er sögu ríkari!

mbl.is