Tottenham heppið að tapa aðeins með einu

Frá leiknum í kvöld.
Frá leiknum í kvöld. AFP

Þýska liðið RB Leipzig gerði góða ferð til London og hafði betur gegn Tottenham, 1:0, í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Timo Werner skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 58. mínútu. 

Þýska liðið byrjaði af miklum krafti og var töluvert sterkari aðilinn framan af. Eftir tvær mínútur var Leipzig búið að skapa sér þrjú fín færi en Hugo Lloris var betri en enginn í markinu. Þrátt fyrir nokkra yfirburði Leipzig var staðan í hálfleik markalaus. 

Það breyttist loks eftir tæplega klukkutíma leik þegar Ben Davies braut klaufalega af sér innan teigs og Werner skoraði af öryggi úr vítinu. Tottenham var meira með boltann það sem eftir lifði leiks en það gekk illa að skapa alvörufæri. Liðin mætast í Leipzig 10. mars. 

Á Ítalíu vann Atalanta afar sannfærandi 4:1-sigur á Valencia. Hans Hateboer og Josip Ilicic skoruðu tvö fyrstu mörkin í fyrri hálfleik og Remo Freuler bætti við þriðja markinu á 57. mínútu.

Hateboer skoraði sitt annað mark og fjórða mark Atalanta á 62. mínútu, áður en Denis Cherishev klóraði í bakkann. 

Atalanta vann öruggan heimasigur.
Atalanta vann öruggan heimasigur. AFP
Tottenham 0:1 Leipzig opna loka
90. mín. Harry Winks (Tottenham) á skot sem er varið Af löngu færi og nær ekki krafti í þetta. Fimm mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert