Eigandi PSG ákærður og sakaður um mútur

Nasser al-Khelaifi, eigandi PSG.
Nasser al-Khelaifi, eigandi PSG. AFP

Nasser Al-Khelaifi, eigandi franska knattspyrnufélagsins PSG, hefur verið ákærður af yfirvöldum í Sviss fyrir að hvetja Jerome Valcke, fyrrverandi framkvæmdastjóra FIFA, til að fara óheiðarlega með vald sitt. 

Khelaifi leyfði Valcke að búa í lúxusvillu sinni á Sardiníu án þess að hann þyrfti að greiða fyrir. Á sama tíma hafði Valcke yfirvald með veitingu sjónvarpsréttar fyrir HM og Khelaifi sóttist eftir réttinum til að sýna keppnina á BeIn-sjónvarpsstöð sinni. 

Valcke hefur verið ákærður fyrir mútuþægni, fara óheiðarlega með vald og skjalafölsun. Svissneskir saksóknarar telja að Valcke hafi þegið um 1,25 milljónir evra fyrir að koma sjónvarpsréttinum til sjónvarpsstöðva á Ítalíu og í Grikklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert