Gerði fjögurra og hálfs árs samning við Barcelona

Martin Braithwaite er orðinn leikmaður Barcelona.
Martin Braithwaite er orðinn leikmaður Barcelona. AFP

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona gekk í dag frá kaupum á danska framherjanum Martin Braithwaite frá Leganés á 18 milljónir evra. Leikmaðurinn samdi til sumarsins 2024. 

Barcelona fékk sér­stakt leyfi til að kaupa fram­herja inn­an Spán­ar, þar sem Luis Su­árez og Ousma­ne Dembé­lé eru að glíma við meiðsli. 

Brait­hwaite má bara spila í spænsku deild­inni það sem eftir lifir leiktíðar, þar sem Barcelona hef­ur þegar skilað inn leik­manna­lista fyr­ir Meist­ara­deild­ina. Danski fram­herj­inn lék með enska liðinu Midd­les­brough en skoraði aðeins níu mörk í 36 leikj­um í ensku B-deild­inni. 

Dan­inn hef­ur skoraði sex mörk í 19 leikj­um með Leg­anés á tíma­bil­inu og sjö mörk í 39 lands­leikj­um með Dön­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert