Kominn til næstbesta liðsins

Alfons Sampsted er orðinn leikmaður Bodø/Glimt.
Alfons Sampsted er orðinn leikmaður Bodø/Glimt. Ljósmynd/Bodø/Glimt

Knatt­spyrnumaður­inn Al­fons Samp­sted skrifaði í dag undir þriggja ára samning við norska félagið Bodø/Glimt. Var hann keyptur frá sænska liðinu Norrköping. 

Bodø/Glimt hafnaði í öðru sæti norsku deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð og mun því spila í undan­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í sum­ar. Oliver Sigurjónsson, Birkir Bjarnason, Hannes Þór Halldórsson, Anthony Karl Gregory og Kristján Jónsson hafa áður leikið með liðinu. 

Al­fons lék með Breiðabliki áður en hann var keypt­ur til Norr­köp­ing árið 2017. Hon­um gekk illa að festa sig í sessi hjá Norr­köp­ing og var hann þríveg­is lánaður í sænsku neðri deild­irn­ar; tvisvar til Sylvia og einu sinni til Landskrona. 

Hann var svo lánaður aft­ur til Breiðabliks seinni hluta síðasta sum­ars og skoraði eitt mark í átta deild­ar­leikj­um. Al­fons lék sína fyrstu A-lands­leiki gegn Kan­ada og El Sal­vador í Banda­ríkj­un­um í síðasta mánuði. 

„Þetta er góð tilfinning og ég hef rætt við Oliver Sigurjónsson og hann sagði góða hluti um félagið. Ég held þetta sé gott skref fyrir mig. Ég mun gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu og á sama tíma bæta mig sem leikmaður,“ sagði Alfons í viðtali sem birtist á heimasíðu nýja félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert