Neytti Maradona kókaíns á hliðarlínunni? (myndskeið)

Diego Armando Maradona stýrir nú liði Gimnasia y Esgrima La …
Diego Armando Maradona stýrir nú liði Gimnasia y Esgrima La Plata í Argentínu. AFP

Argentínumaðurinn Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, er nú knattspyrnustjóri Gimnasia í heimalandinu. Slæmt líferni hefur einkennt Maradona í gegnum tíðina og hefur hann farið í aðgerðir vegna offitu og þá hefur hann lengi glímt við fíkniefnadjöfulinn. 

Grunur leikur á að Maradona hafi neytt kókaíns í miðjum leik lærisveina sinna, en eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði fær Maradona sendingu frá aðstoðarmanni sínum. Aðrir aðstoðarmenn sjá svo til þess að standa fyrir myndavél, svo ekki sé hægt að sjá nákvæmlega það sem fram fer. 

Ekki hefur verið staðfest að um kókaín sé að ræða, en þar sem Maradona hefur átt í erfiðleikum vegna fíkniefnaneyslu í gegnum tíðina, er það talið grunsamlegt. 

mbl.is