Spænskar konur semja

Jennifer Hermoso er lykilmaður í spænska landsliðinu.
Jennifer Hermoso er lykilmaður í spænska landsliðinu. AFP

Spænskar knattspyrnukonur hafa í fyrsta skipti skrifað undir sameiginlegt samkomulag um laun og fríðindi, og þar með með náð samkomulagi við yfirstjórn íþróttamála í landinu. Þær fóru í verkfall í nóvember sem leiddi af sér frestun á átta leikjum í efstu deild.

Í samkomulaginu sem birt var í gær eru leikmönnum efstu deildar tryggðar 16 þúsund evrur (um 2,2 milljónir íslenskra króna) í lágmarkslaun á ári, ásamt því að fá sumarfrí og fæðingarorlof á launum, ásamt fleiri fríðindum.

Upphæðin er ekki há ef miðað er við almenn laun, hvað þá laun knattspyrnukarla, en litið er á samkomulagið sem tímamótaáfanga fyrir knattspyrnu kvenna á Spáni.

„Þetta er sögulegur dagur því samkomulagið er afar mikilvægt fyrir knattspyrnukonur sem hafa haft áhyggjur af sinni framtíð. Þá er þetta mikilvægt fyrir allar spænskar konur því þegar einn hópur kvenna tekur stórt skref þá gera aðrar það líka,“ sagði Irene Lozano, íþróttamálaráðherra Spánar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert