Stoltur af áhuga Liverpool

Timo Werner fagnar marki sínu gegn Tottenham í gær.
Timo Werner fagnar marki sínu gegn Tottenham í gær. AFP

Timo Werner, fram­herji þýska knatt­spyrnu­fé­lags­ins RB Leipzig hef­ur verið sterk­lega orðaður við Li­verpool að und­an­förnu og hann var ekkert sjálfur að slá af sögusögnunum í viðtölum við blaðamenn eftir að hafa skorað sigurmark Leipzig gegn Tottenham í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Werner, 23 ára, skoraði 26. mark sitt á tímabilinu í Lundúnum í gær og var honum nýlega hrósað í hástert af Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Eftir leikinn í gær var Werner spurður út í ummæli Klopp og stóð ekki á svörum.

„Liverpool er besta lið í heimi þessa stundina og þegar þú ert orðaður við það lið er það mikill heiður,“ sagði hann við Viasport.

Werner hefur skorað 11 mörk í 29 landsleikjum fyrir þýska landsliðið og er talinn vera einn efnilegasti framherji Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert