United teflir fram sterku liði í Belgíu

Anthony Martial skoraði gegn Chelsea á mánudaginn og byrjar í …
Anthony Martial skoraði gegn Chelsea á mánudaginn og byrjar í Belgíu í kvöld. AFP

Manchester United er í Belgíu í kvöld og mætir þar Club Brugge í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. United spilaði síðast á mánudaginn og vann þá Chelsea 2:0 í úrvalsdeildinni ensku en Ole Gunnar Solskjær gerir nokkrar breytingar frá þeim leik.

Fimm leikmenn sem byrjuðu á Stamford Bridge í Lundúnum halda sæti sínu en það eru þeir Harry Maguire, Luke Shaw, Nemanja Matic, Brandon Williams og Anthony Martial.

Sergio Romero kemur í markið í stað David de Gea, Victor Lindelöf fer í vörnina og Eric Bailly sest á bekkinn. Þá spilar Diogo Dalot fyrir Aaron Wan-Bissaka og Jesse Lingard og Andreas Pereira spila á miðjunni í stað þeirra Bruno Fernandes og Fred.

Aftur er ekki pláss fyrir nýja manninn, Odion Ighalo, en nígerskri sóknarmaðurinn er á varamannabekknum, rétt eins og í síðasta leik. Hann fékk nokkrar mínútur til að spreyta sig gegn Chelsea.

Hjá heimamönnum er Simon nokkur Mignolet milli stanganna en sá varði mark Liverpool um árabil og er því vel kunnugur því að spila gegn United.

Byrjunarlið Club Brugge: Mignolet, Mata, Kossounou, Mechele, Deli, Rits, Balanta, Vanaken, Bonaventure, Tau, De Cuyper.

Byrjunarlið Man. Utd: Romero, Shaw, Maguire, Lindelof, Dalot, Williams, Pereira, Matic, Lingard, Mata, Martial.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert