Vandræði Arons og Heimis héldu áfram

Það gengur illa hjá Heimi og lærisveinum hans að vinna …
Það gengur illa hjá Heimi og lærisveinum hans að vinna deildarleiki.

Katarska úrvalsdeildarliðið Al-Arabi undir stjórn Heimis Hallgrímssonar þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli á útivelli gegn botnliði deildarinnar Al-Shahania í dag. 

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi, en hann hefur átt fast sæti í liðinu eftir að hann jafnaði sig á meiðslum eftir áramót. 

Al-Arabi er komið í undanúrslit í katarska bikarnum en gengið í deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu mánuði. Liðið hefur aðeins unnið einn deildarleik af síðustu tíu og er í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig. 

mbl.is