Ragnar fékk höfðinglegar móttökur (myndskeið)

Ragnar Sigurðsson lék sinn fyrsta leik fyrir FC Kø­ben­havn í …
Ragnar Sigurðsson lék sinn fyrsta leik fyrir FC Kø­ben­havn í gær í Evrópudeildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, var í byrjunarliði FC Kø­ben­havn í gær þegar liðið fékk Celtic í heimsókn í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Parken í Danmörku í gær.

Þetta var fyrsti leikur Ragnars fyrir FCK síðan hann gekk til liðs við félagið á nýjan leik 12. janúar. Ragnar er afar vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins en hann lék með liðinu á árunum 2011 til 2014.

Hann var danskur meistari með liðinu, tímabilið 2012-13 og þá varð hann bikarmeistari með FCK tímabilið 2011-12. Stuðningsmenn FCK tóku mjög vel á móti leikmanninum í gær í upphitun og sungu nafn hans hástöfum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert