Skoraði og lagði upp í markaleik

Aron Sigurðarson var drjúgur í kvöld.
Aron Sigurðarson var drjúgur í kvöld.

Union Saint-Gilloise vann 5:3-útisigur á Leuven í belgísku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Aron Sigurðarson var áberandi hjá Saint-Gilloise. 

Aron lagði upp fyrsta mark leiksins á 14. mínútu og rúmu korteri síðar kom hann sínum mönnum í 2:1. Saint-Gilloise komst í 3:1, en Leuven jafnaði í 3:3. Gestirnir skoruðu hins vegar tvö mörk á síðustu mínútunum og tryggðu sér sigur. 

Aron og félagar eru í fjórða sæti deildarinnar 42 stig eftir 27 leiki. Aron hefur skorað í tveimur leikjum í röð og alls tvö mörk í sjö leikjum með liðinu eftir hann gekk í raðir þess í byrjun árs frá Start. 

mbl.is