Snýr aftur til Liverpool í sumar

Loris Karius
Loris Karius AFP

Þýski markmaðurinn Loris Karius snýr aftur til enska knattspyrnufélagsins Liverpool eftir leiktíðina eftir tveggja ára lánsdvöl hjá Besiktas í Tyrklandi. Þetta kom fram á The Athletic í kvöld. 

Tyrkneska félaginu gafst kostur á að kaupa Karius á 7,25 milljónir punda eftir tveggja ára lánssamning en forráðamenn félagsins hafa ekki áhuga á því. Liverpool hefur að sama skapi ekki not fyrir Karius og mun hann því fara á sölulista. 

Alisson hefur staðið sig virkilega vel sem aðalmarkmaður Liverpool og þá mun félagið væntanlega halda áfram að treysta á Adrián sem varamarkmann. 

mbl.is