Dortmund frekar en United og Guli veggurinn gleðst

Erling Braut Haaland hefur slegið rækilega í gegn eftir að …
Erling Braut Haaland hefur slegið rækilega í gegn eftir að Dortmund keypti hann af Salzburg í Austurríki um áramótin. AFP

Westfalenstadion hefur eignast nýja hetju, svo mikið varð endanlega ljóst á þriðjudaginn þegar Guli veggurinn, suðurstúka Signal Iduna Park sem gnæfir yfir þá leikmenn sem spila á hinum magnaða leikvangi Dortmund, sýndi Norðmanninum þá lotningu sem frammistaða hans fyrr um kvöldið verðskuldaði.

Það var bara nú um síðustu áramót að Erling Braut Haaland valdi þýska félagið framyfir stórveldi á borð við Manchester United, eflaust að hluta til að spila fyrir framan einhverja mögnuðustu stuðningsmenn Evrópu en sennilega fyrst og fremst vegna þess að hvergi annars staðar getur jafn ungur leikmaður leikið stórt hlutverk í þetta mikilvægum leikjum. Ekkert félag er jafn fúst til að gefa ungum leikmönnum tækifæri á sama tíma og það keppir um stærstu titlana heima fyrir sem og í Meistaradeildinni sjálfri.

Og einmitt á þriðjudaginn hélt ævintýrabyrjun norska táningsins áfram. Hann er búinn að vera leikmaður Dortmund í 51 dag og þarna var hann nýbúinn að skora bæði mörkin í 2:1-sigri á risaliði PSG í Meistaradeild Evrópu. Hann er búinn að skora átta mörk í fimm leikjum í þýsku deildinni. Hann er 19 ára.

Lærði af Solskjær

Norðmaðurinn ungi er sonur Alf-Inge Håland, sem spilaði með Nottingham Forest, Leeds og Manchester City á Englandi. Erling fæddist einmitt í Leeds á Englandi árið 2000 þegar faðir hans spilaði þar en fjölskyldan fluttist svo til bæjarins Bryne í Noregi þegar hann var þriggja ára. Hann var byrjaður að spila með liði Bryne í norsku fyrstu deildinni aðeins fimmtán ára gamall en í febrúar 2017 tók hann fyrsta stóra skrefið á atvinnumannaferlinum. Hann gekk til liðs við úrvalsdeildarlið Molde og var þar undir handleiðslu norskrar knattspyrnugoðsagnar, Ole Gunnar Solskjær.

Sjá umfjöllun um Haaland í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert