Frestað hjá Berglindi vegna kórónuveirunnar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og samherjar í AC Milan áttu að …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og samherjar í AC Milan áttu að mæta Fiorentina í toppslag í ítalska fótboltanum. Ljósmynd/@acmilan

Leikjum í ítölsku knattspyrnunni sem frestað er af öryggisástæðum vegna kórónuveirunnar fjölgar enn og búið er að tilkynna að leikur Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur og samherja í AC Milan gegn Fiorentina sem átti að hefjast klukkan 11.30 í Mílanó hafi verið frestað.

Á fimmta tug leikja hefur verið frestað á Norður-Ítalíu en í gærkvöld höfðu rúmlega fimmtíu manns á svæðinu veikst af kórónuveirunni COVID-19 og tveir eru látnir.

mbl.is